Heimatilbúnir hamborgarar

Hér í svíþjóð er oft erfitt að kaupa góða hamborgara. Svo eftir að við fluttum til Gautaborgar höfum við einungis gert heimatilbúna hamborgara, okkur er líka farið að finnast þeir mun betri en þessir sem maður kaupir út í búð. Við krakkarnir hittumst oft í góða veðrinu í sumar og gerðum þessa hamborgara og grilluðum þá og borðuðum þá út á svölum eins og sönnum Íslendingum sæmir. Þessir voru í kvöldmatinn í gær, en það er líka hægt að leika sér með uppskriftina. Ég hef t.d notað mozzarellakúlu í stað mexíko ost, hann er víst ekki til hérna í Svíþjóð heldur er munaðarvara frá Íslandi. Á hann samt eiginlega alltaf til, læt alla gesti sem koma til mín taka svoleiðis með. Hef líka oft sleppt taco kryddi og kryddað með allskyns kjötkryddum í staðinn og svo mætti lengi telja, mér finnst samt uppskriftin hér að neðan vera best.

Uppskrift

700 gr. Nauta hakk

½ laukur (má sleppa)

2-3 hvítlauskrif pressuð eða söxuð smátt

½ til 1 rifinn mexikó ostur (fer eftir smekk)

1 bréf taco krydd

1 egg

Blandið öllu saman í skál, ég geri það í hrærivélinni en ef maður á ekki hrærivél er bara hægt að nota hendurnar. Mótið deigið í 5 kúlur og pressið þær út og mótið í hamborgara. Þið getið ráðið þykktinni en gerið ráð fyrir því að þeir rýrna alltaf smá þegar þeir eru eldaðir. Svona litu mínir út fyrir steikingu.

Image

Svo eru þeir steiktir á pönnu eða grillaðir þangað til að ykkur finnst þeir vera tilbúnir 🙂

Meðlæti

Við Arnar söxum eiginlega alltaf sveppi og lauk saman og steikjum á pönnu. Mjög gott ofan á hamborgarana. Hér má sjá sveppina og laukinn rétt fyrir steikingu!

Image

Einnig kál, tómatur, paprika og allt það meðlæti sem þið viljið. Svo auðvitað má ekki gleyma hamborgarasósunni eða það er einnig gott að hafa taco sósu og sýrðan rjóma með. Ef maður vill ganga alla leið þá er gott að hafa beikon og og spæld egg ofaná. Franskar klikka svo ekki sem meðlæti!

Image

Verði ykkur að góðu.

Þangað til næst,

Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Hakkréttir. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s