Sælustykki

Sæl öll, vildi bara þakka ykkur fyrir frábærar viðtökur á blogginu okkar. Við vonum bara að þið haldið áfram að vera dugleg að skoða.

Í sumar gerði  ég oft eitthvað sem kallast „bar“ eða „candybar“ á ensku. Ég veit ekki hvað þetta heitir á íslensku en ég ákvað hér og nú að kalla þetta ákveðna „bar“….. sælustykki!
Við fjölskyldan hjóluðum mikið í sumar hérna í Gautaborg, fórum á ströndina, kíktum í einn af mörgum fallegum görðum sem eru hér og fórum þá oft með nesti með okkur. Þá var gott að eiga í frystinum svona sælustykki.
Ég ætla að gefa ykkur uppskriftina að Sælustykkinu og tvær ólíkar aðferðir við að framreiða það.

Image

Uppskrift:

2 1/2 dl. haframjöl
rúmlega 1 dl. fræ, t.d. sólblómafræ, graskersfræ eða hnetur
3 dl. morgunkorn eins og kornflex eða rice krispies
2 1/2 dl. þurkaðir ávextir t.d. rúsínur og trönuber
3/4 dl. smjör
3/4 dl. púðursykur
3/4 dl. síróp, agave eða hunang
1/2 teskeið vanilla
1/4 teskeið salt
súkkulaði ef vilji er fyrir því

Image

1. Smyrjið pínulítið smjör á pönnu og setjið haframjölið og fræin á pönnuna, steikið þar til fræin eru farin að bólgna eða í sirka 5 til 10 mín.
Eða setjið fræin og haframjölið í form og setjið inní ofn í 15 mín á 170°c. Þið ráðið hvort þið gerið.

Image

2. Á meðan haframjölið er í ofninum/á pönnunni setjið smjör, síróp, vanillu, salt og púðursykur í pott á meðalhita í 2 til 5 mín.

3. Takið haframjölið út og blandið saman morgunkorninu, þurkuðu ávöxtunum og niðurskornum súkkulaðibitum ef þið viljið. (má líka hella bráðnu súkkulaði yfir í lokin)

Image

4. Hellið sírópsblöndunni yfir þurrefnin og hrærið saman þar til ekkert þurt er eftir.

5. Færið blönduna yfir í form með smjörpappír í og þjappið í formið.

6. Setjið í frystinn í hálftíma eða aftur inn í ofn í 15 til 20 mín á 150°c.

7. Takið svo út og skerið í sirka 8 bita

Með því að setja blönduna inn í ofn í lokin verður sælustykkið meira krispí en þegar það fer inn í frysti.

Ef þið settuð ekkert súkkulaði í stykkið þá má hella smá bráðnu súkkulaði yfir hvert stykki en það er ekki nauðsynlegt.

Þetta geymist í 5 daga í ískáp og alveg góðan tíma í frystinum en ég hef aldrei þurft að hafa áhyggjur af því, þetta klárast alltaf fljótt.

Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Á milli mála. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s