Sunnudagssæla

Góða kvöldið.

Í dag bakaði ég þessa köku. Þegar ég var í Hússtjórnunarskólanum þá fengum við þessa oft með kaffinu.

Að mínu mati finnst mér hun einstaklega góð og skemmtileg tilbreyting. Upprunalega heitir þessi kaka Sjónvarpsterta en ég kýs að kalla hana Sunnudagssælu 🙂

Uppskrift:

Botn

2 egg

100 gr sykur

75 gr brætt smjör

80 gr hveiti

1/2 tsk vanilludropar

1/2 tsk lyftiduft

Þeytið egg og sykur vel saman, blandið síðan þurrefnunum við varlega og síðast smjörinu. Stillið ofninn á 180 °-200° og bakið í 10 mín.

Meðan botninn er að bakast útbúið þá hjúpinn ofan á kökuna (til að spara tíma).

Hjúpur

2 eggjahvítur ef eggin eru litil þá er vissara að hafa 3 eggjahvítur

4 msk sykur

50 gr saxað súkkulaði

1/2 dl saxaðar döðlur

Aðferð

Stífþeytið eggjahvítur og sykur saman og blandið síðan súkkulaði og döðlum varlega saman við. Ef 10 mín eru liðnar síðan botninn var settur inn í ofninn takið hann þá út og smyrjið hjúpinn á og kakan er svo bökuð í 10 mín í viðbót.

Image

Þið verðið endilega að prófa þessa. Tekur líka svo stuttan tíma að baka hana.

Eigið gott kvöld.

Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Kökur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s