Amerískar beyglur

Þegar við fjölskyldan fluttum til Gautaborgar fannst okkur rosa gaman að skoða okkur um í miðbænum. Það fór hins vegar að taka sinn toll þegar kom að því að þurfa að snæða niðrí bæ því það er ekki hlaupið að því að borða ódýran en í senn góðan mat þar. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir römbuðum við á amerískt beygluhús sem við kolféllum fyrir – beyglurnar þar eru alltof góðar og ekki skemmir fyrir að sænska konan sem rekur staðinn er gift íslenskum manni svo henni finnst alltaf gaman að fá okkur þangað að borða 🙂 En þegar að ferðunum var farið að fjölga niðrí bæ í þeim eina tilgangi að kaupa sér beyglu þurftum við að leita annarra leiða og þá benti Sara mér á uppskrift á alvöru New York beylgum sem ég hef núna gert nokkrum sinnum og var sérlega beðin um að gera í morgun þar sem systir mín er í heimsókn. Ég hugsaði að það væri því tilvalið að deila þeirri uppskrift með ykkur.

Uppskrift:

2 teskeiðar þurrger
1 ½ matskeið sykur
1 ¼ bolli af volgu vatni
500 grömm hveiti
1 ½ teskeið salt

Ég pensla svo beyglurnar með slegnu eggi og set ýmis fræ til dæmis birkifræ, semsamfræ, sólkjarnafræ eða graskersfræ ofaná og svo er alltaf klassískt að setja smá rifinn ost ofaná. 

1. Þurrger og sykur sett út í 1/2 bolla af volgu vatni og látið liggja í í 5 mínútur – ekki hræra fyrr en eftir að mínúturnar eru liðnar.

2. Þurrefnunum blandað saman og gerblöndunni og restinu af vatninu bætt út í og hnoðað saman í 10 mínútur. Á meðan ég hnoða deigið reyni ég að bæta eins miklu af hveiti og ég get en að halda áferðinni samt réttri – má ekki verða of þurrt. Svona leit deigið út þegar það var tilbúið í hefingu.

Image

3. Deigið sett í skál og látið hefast í klukkutíma undir rökum klút. Eftir klukkutíma er deigið svo „kýlt“ niður og látið standa í 10 mínútur í viðbót.

4. Deiginu skipt í 8 hluta og hverjum varlega hnoðað í kúlur eins og sést hér að neðan.

Image

5. Þumalfingri þrýst niður í miðja kúluna og beyglur myndaðar. Svo settar á smurða plötu eða á bökunarpappír og svo legg ég raka klútinn yfir á meðan ég stilli ofninn á 220° og sýð vatn í stórum potti.

6. Þegar vatnið hefur náð suðu lækka ég hitann svo það hætti að sjóða og set tvær beyglur í einu ofan í pottinn og læt liggja á hvorri hlið í 2 mínútur og set þær svo aftur á plötuna og pensla þær með eggjum og set fræ og ost á þær.

Image

7. Að lokum eru beyglurnar svo settar inn í ofn í 15-20 mínútur þangað til þær eru orðnar fallega gylltar á litinn.

Image

Uppskriftin gæti virkað flókin en um leið og ég hafði prófað að gera þær einu sinni fannst mér þetta ekkert mál og geri þær reglulega og á alltaf til nokkrar beyglur í frystinum sem er svo gott að geta tekið út eftir hentugleika. Þegar ég tek þær úr frystinum finnst mér best að leyfa þeim að þiðna smá meðan ég hita ofninn og setja þær svo inn í bakarofninn í 10-15 mínútur á 150° og þá verða þær eins og nýbakaðar.

Við fjölskyldan erum hrifnust af því að smyrja beyglurnar með rjómaosti, setja örlítið sinnep, kál, rauðlauk, tómata, ost og góða skinku á. En allt er leyfilegt og í morgun þar sem við vorum með gesti í brunch fannst okkur gaman að vera með mun fjölbreyttari álegg og passaði parmaskinkan og þroskuðu ostarnir allt eins vel

Image

Verði ykkur að góðu, Abbý.

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Brauðmeti, Með kaffinu. Bókamerkja beinan tengil.

4var við Amerískar beyglur

 1. Bakvísun: Geðveikar súkkulaðibitakökur | Eldað & Bakað

 2. Bakvísun: Kanill og rúsínu beyglur | Eldað & Bakað

 3. Valdís sagði:

  Hef stundum bakað þessar beyglur og líkað mjög vel, en ætli sé hægt að geyma þær í kæli yfir nótt eftir að hafa soðið þær í pottinum og bakað þær svo daginn eftir??

  • eldadogbakad sagði:

   hhmm… góð spurning, hef ekki prófað það. En það væri hægt að geyma eins og eina næst þegar bakað er, bara til þess að skemma ekki heila uppskrift, prufa að baka hana daginn eftir og sjá hvernig fer.
   Endilega láttu okkur vita ef þú ákveður að prófa. Annars mun ég pottþétt testa þetta næst þegar ég baka beyglur 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s