Ostaslaufur

Gleðilegan Laugurdag.

Jæja, ég ákvað að baka ostaslaufur í dag. Það er mjög þæginlegt að eiga þær í frystinum til að taka það með sem nesti og svo eru þær líka alveg rosalega góðar nýbakaðar.

Hér kemur uppskriftin.

Deig:

330 ml mjólk

600 gr hveiti

1 1/2 tsk salt

2 msk sykur

60 gr brætt smjör eða smjörlíki

10 gr pressuger eða 1 poki þurrger

Fylling:

Hreinn smurostur eða skinkumyrja!

Aðferð

Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Blandið mjólkinni og smjörinu saman og setjið saman við þurrefnin. Hnoðið deigið saman í 5 mín og gerið kúlu úr deiginu. Ef þú átt hrærivél þá geturðu sett hnoðarann á og  hnoðað deigið saman í nokkrar mín. Látið deigið hefast í 45 mín með rökum klút ofan á skálinni.

ATH Ef notað er pressuger þá þarf að leysa það upp með smá vatni og sykrinum.

Þegar deigið er búið að hefast þá fletjið það út með kökukefli í ca 60×25 cm. Smyrjið smurostinn í miðjuna eins og hér á myndinni

Image

Penslið vatni á báða enda deigsins og brjótið saman deigið eins og er gert hér á myndinn fyrir neðan:

Image

Brjótið svo hina hliðina á móti. Ef þið viljið hafa fræ sesamfræ eða birkifræ penslið þá vatni ofan á deigið og stráið yfir.

Skerið deigið niður í lengjur eins og á meðfylgjandi mynd

Image

Snúið síðan hveri lengju í tvo hringi og raðið á plötu

Image

Setjið rakan klút yfir plötuna og leyfið ostaslaufunum að hefast í aðrar 45 mín, þar til að þær hafa tvöfaldast. Þegar því er lokið setjið þá slaufurnar inn í 200-220 ° í ofninn í 17 mínútur og voila ostaslaufurnar eru tilbúnar!

Image

Nammnamm þær eru svo góðar. Ég styðst við uppskrift sem er úr Brauð og kökubók hagkaupa 🙂

Njótið og hafið það gott um helgina.

Þangað til næst,

Anna Lind

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Brauðmeti, Með kaffinu og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Ostaslaufur

  1. Stebba sagði:

    Snillingur Anna Lind, ekkert smá girnilegt 🙂 Hvað er maður cirka lengi að búa til svona góðgæti? 🙂

  2. eldadogbakad sagði:

    Sæl elskan. Sko með hefunartímanum ertu ca 2 tíma. En þú getur nátturlega verið að gera eitthvað annað meðan þetta er að hefastm se, eru 90 min af tímanum:D

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s