Föstudags pizza

Jæja fyrsta bloggið á nýju síðunni okkar eldað og bakað.
Þar sem þetta er fyrsta færslan og það er nú föstudagur þá ákvað ég að hafa þetta einfalt. Oftast gerum við fjölskyldan heimatilbúna pizzu á föstudögum og þeirri uppskrift ætla ég að deila með ykkur hérna.
Við gerum okkar pizzu oftast án gers. Hún er mun léttari í magann og maður getur borðað aðeins meira því það er ekki jafn mikið brauð. Við erum tvö fullorðin í þessari fjölskyldu og svo eigum við eina litla skottu sem er rúmlega 2 og hálfs árs og þessi uppskrift dugar vel fyrir okkur. Ég geri þá eina stóra pizzu og eina litla.

Uppskrift:
350-400 gr spelt/heilhveiti/hveiti eða helming og helming
1 tsk lyftiduft
smá salt
vatn eftir þörf

Deigið sem ég bý til er ekki nein sérstök uppskrift í rauninni, ég set sirka 350 gr af spelti/heilhveiti og  hveiti í skál, smá salt, sirka 1tsk lyftiduft og og stundum smá hvítlauks krydd eða bara það sem mér dettur í hug. Út í þetta helli ég svo volgu vatni eftir þörf og hræri saman með skeið þar til deigið helst saman. Reynið að hnoða deigið ekki í höndunum ef þið komist hjá því.

_MG_6194

Svona lítur deigið út hjá mér þegar ég er búin að hræra það saman með skeiðinni.

Næst flet ég deigið út og reyni að hafa það sem þynnst, notið smá extra hveiti til þess að deigið festist ekki við pappírinn eða kökukeflið, best er að fletja það út á bökunarpappírnum.

_MG_6192

Ykkur finnst kannski botninn ekki líta vel út á plötunni þar sem þið hnoðið deigið ekkert en það mun borga sig. Setjið botninn á plötu og inní vel heitan ofn, 210°c. Botnin hef ég inni í sirka 3-5 mínútur eða þar til hann er farin að lyfta sér aðeins og pínu pínu litur komin á hann. Þá tek ég botninn út og fer að setja álegg á hann.

_MG_6200

_MG_6201

Það fyrsta sem ég set á botnin er rjómaostur, ég smyr vel af rjómaostinum yfir allan botninn og set svo heimatilbúna pizzasósu yfir það.

_MG_6209

Því næst set ég ost og svo það álegg sem hverjum og einum finnst gott. t.d skinku, pepperoni, olífur, pestó, fetaost, alskonar grænmeti……. hvað sem er.
Eftir það er pizzunni skellt aftur inní ofn þar til osturinn er orðin bráðin og ofninn enn hafður á 210 – 220°c.

_MG_6220

Það sem mér finnst svo gott við þessa pizzu er krispí botnin sem hún fær og svo það að maður getur borðið svo mikið af henni 😉
Mjög gott að hafa hvítlauksolíu með og parmesanost.

_MG_6198

Hvítlauksolía:
olía
nokkrir pressaðir hvítlauksgeirar
hvítlaukskrydd
paprikukrydd
smá hvítlaukspipar
smá heitt pizzakrydd
pínu salt

Öllu blandað saman og leift að standa allavega á meðan pizzan er gerð.

Verði ykkur að góðu
Sara

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Pizzur og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s