Kókoskúlu uppskrift

 

Kókoskúlu uppskrift án sykurs, öll hráefnin eru eitthvað sem flestir eiga bara inní skáp fyrir utan kannski Chia fræ og þeim má bara sleppa, öllu má auðvitað skipta út eins og hafra fyrir möndlumjöl eða annað því um líkt, smjör og setja kókusolíu eða möndlusmjör í staðinn. En allavega þessar kókoskúlur eru sko alveg að plata hana Heklu mína og hún elskar að borða þær og búa þær til. þarf ekki að hafa samviskubit yfir því þó hún borði 10 stk 🙂

Innihald:

  • 150g döðlur
  • smá vatn
  • 100gr haframjöl
  • 2tsk vanilludropar
  • 3msk kakó
  • 2msk Chia fræ
  • 50gr brætt smjör
  • smá salt
  • kókosmjöl

Aðferð:

Mjög einfalt og enga stund gert. Set döðlurnar í pott með smá vatni, bara rétt botnfylli. Læt sjóða í svona 2 mínútur. Tek döðlurnar svo uppúr og í matvinnsluvél, set svona 3msk af vatninu með ásamt vanilludropunum. Mixa döðlurnar svo þær verði mjúkar. Set döðlurnar í skál og bæti þá öllu hinu við og hræri saman.

Svo er bara að setja kókosmjöl í skál og búa til kúlur og rúlla uppúr kókosnum og þá er bara allt klárt. Þetta er sirka svona mikið af kókoskúlum einsog á myndinni í uppskriftinni með smá afföllum sem fóru ofaní einn lítinn hjálparkokk. svo þett er mjög líka svona kúfull skál 🙂

Sara

Auglýsingar
Birt í Á milli mála, Kökur | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Kryddbrauð / Kryddkaka

Eftir tveggja ára pásu hjá okkur á þessari síðu þá fannst okkur vera komin tími til að setja eitthvað hérna inn, ekki endilega fyrir einhverja aðra, meira fyrir okkur sjálfar. Þetta er fínn staður til þess að deila uppskriftum okkar á milli ef við lumum á einhverju góðu eða vorum að prófa eitthvað nýtt sem sló í gegn.
Við eru als ekki að búa til nýja rétti eða kökur, við erum ekki að finna uppá neinu, stundum kannski með okkar eigin útfærslur en aðalega erum að setja inn eitthvað sem okkur þykir gott 🙂

kryddkaka

En allavega nóg um það hér kemur uppskriftin af kryddbrauðinu sem er kannski meiri kryddkaka en alveg hrikalega gott að smyrja með fullt af smjöri og osti.

Uppskrift:

220 gr sykur
250 gr hveiti
2 tsk matarsódi
3/4 tsk kanill
3/4 tsk negull
pínu lítið af engifer (duft)
2 stór egg (3 ef þau eru lítil)
80 gr brætt smjör
2 dl mjólk

Setjið mjólk, brætt smjör og eggin í hrærivélinina og hrærið létt. Blandið svo þurrefnunum við og hrærið varlega. Stillið ofninn á 175°c og bakið kökuna/brauðið í brauðformi í sirka 50 mín á undir og yfir. Mér finnst rosa fallegt að dreifa smá Heslihnetu flögum ofáná áður en kakan fer í ofninn en það þarf auðvitað ekki.

Verði ykkur að góðu
Sara

Birt í Á milli mála | Færðu inn athugasemd

Súkkulaði & bananamúffur

Í dag ætla ég að deila með ykkur æðislega góðum múffum. Þó svo þær heiti súkkulaði og banamúffur þá laumaði ég nokkrum valhnetum í hálfa uppskrift því mér finnst það fullkomna múffurnar en eiginmaðurinn er ekki alveg á sama máli svo hér var skipt 50/50, jafnrétti á þessu heimili! Ástæðan fyrir að ég kalla þær ekki súkkulaði, banana & valhentumúffur er í þeim tilgangi að fæla ekki lesendur frá því ég veit að það eru margir sem eru ekki mikið fyrir hnetur. Þessi uppskrift gerir 12 múffur og mæli ég með því að frysta þær sem stendur ekki til að borða samdægurs strax þegar þær koma úr ofninum. Þó svo að svona múffur geymist ágætlega í nokkra daga í poka upp í skáp þá verða þær eins og glænýjar ef þær eru teknar úr frystinum og settar í 180° heitan ofn í nokkrar mínútur – ég fékk mér t.d. eina þannig áðan í morgunkaffinu og hún var alveg jafn góð og þær sem komu úr ofninum í gær! Image

Uppskrift:
200 grömm hveiti
1 og hálf teskeið lyftiduft
150 grömm sykur
1 egg
125 grömm bráðið smjör
3 matskeiðar mjólk
1/2 teskeið vanilludropar
1 og hálfur banani
80 grömm súkkulaði

1. Ofninn stilltur á 180°C.
2. Þurrefnum blanað saman í sér skál.
3. Egg, smjör, mjólk og vanilludropum blandað saman í skál og þurrefnunum svo blandað við, reyna að hræra sem minnst.
4. Bananarnir stappaðir og súkkulaðið skorið í kubba og því blandað saman við.
5. Skipt niður í 12 múffuform.
6. Bakið í 25 mínútur.

Eftir að ég hafði sett deigið í 6 múffuform setti ég nokkra valhnetukjarna útí deigið og blandaði við og kláraði svo deigið í 6 múffuform til viðbótar.

Image

Verði ykkur að góðu, Abbý. 

Birt í Á milli mála, Brauðmeti, Kökur, Með kaffinu | Merkt , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Döðlu & bananabrauð

Þið verðið að afsaka bloggleysið það er bara ansi mikið búið að vera að gera þessa dagana. Við erum byrjuð að pakka öllu dótinu okkar í kassa því við erum að fara að flytja heim til Íslands í næstu viku !! Ég ákvað samt að henda inn þessari uppskrift sem ég er löngubúin að mynda og allt en mundi bara eftir áðan af því ég er einmitt með eitt svona brauð í ofninum núna.

Image

Uppskrift:
300gr. ferskar döðlur
3 dl. hreinn eplasafi
3 vel þroskaðir bananar
1 1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. bökunarsódi
1/2 tsk. salt
80gr. haframjöl
400gr. hveiti
4 msk. olía
1 tsk, vanilludropar
1 tsk. kanil
2 egg 

Aðferð:

Byrjið á því að stilla ofninn á 200°c á undir og yfir hita. Setjið epladjúsinn í pott ásamt steinlausum döðlunum og látið sjóða létt á meðan þurrefnunum er blandað saman í annari skál.

-Gaman að segja frá því að um daginn átti ég allt í þetta brauð nema fattaði það ég ætti ekki eplasafa, þá stakk Óli upp á því að ég mundi bara nota sommersby (eplasíder) sem ég og gerði og það heppnaðist bara vel, þess má geta að sá síder var keyptur í þýskalandi og kostaði sama og ekki neitt svo ég grét það ekki 🙂 –

Næst eru 3 bananar stappaðir saman eða setjið þá einfaldlega bara í mixerinn. þegar þetta er allt tilbúið, takið þá döfrasprotann ef þið eigið svoleiðis og mixið döðlurnar og eplasafan aðeins saman, ekkert mikið. (Þetta er ekki nauðsynlegt) Takið svo döðlurnargrautinn af eldavélinni og hrærið bananastöppunni samanvið, þessu er svo skellt útí þurrefnin og blandað, setjið svo olíuna og eggin samanvið og hrærið. Ég hræri þetta allt saman í höndunum með skeið en auðvitað er voða þægilegt að gera þetta í hrærivél. Takið fram brauðform og smyrjið það með smá olíu og hellið deiginu ofaní og setjið neðarlega inní ofninn í 40 mín.

Image

Athugið samt þegar 40 mínúturnar eru liðnar hvort brauðið sé ekki örugglega tibúið með því að stinga prjóni eða gaffli í það. Ef lítið sem ekkert deig kemur á gaffalinn þá er brauðið tilbúið. Látið brauðið kólna aðeins áður en þið takið það úr forminu og svo er voða gott að borða það með smjöri og osti bara.

Image

Verði ykkur að góðu
Sara

Birt í Brauðmeti | Merkt , , , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Pasta með kirsuberjatómatsósu

Góðan daginn kæru lesendur

Í dag ætla ég að gefa ykkur eina sumarlega pasta uppskrift. Ég eldaði hana á sumardaginn fyrsta (alveg skammarlegt að ég sé ekki búin að gefa hana upp fyrr). Tekur ekki langan tíma að útbúa þessa máltíð. Við vorum 3 fullorðin og ein tveggja ára og þessi uppskrift kláraðist alveg upp til agna.

Hér kemur uppskriftin 🙂

Innihald fyrir ca 4

2 kassar kirsuberjatómatar skornir smátt

8 matskeiðar oliviuolía

8 hvítlauksgeirar pressaðir

1 rautt chili saxað(taktu steinana úr ef þú vilt ekki hafa þetta of sterkt)

Lúka af ferskri basiliku

Salt og pipar eftir smekk

1/2 tsk sykur

Parmesan ostur

500 gr gott pasta

Aðferð: Byrjið á því að setja vatn í stóran pott fyrir pastað og látið vatnið sjóða, sjóðið síðan pastað eftir leiðbeiningum á pakningu.

Þvoið tómata og skerið í litla bita og setjið á stóra pönnu ásamt oliviuolíu, hvítlauk og chilli. Hitið við lágann hita. Passið að hvítlaukurinn má aldrei verða brúnn því þá er sósan ónýt. Þegar tómatarnir eru byrjaðir að linast kremjið þá með sleifinni bætið salti, sykri og basiliku útí. og leyfið sósunni að malla í ca korter.

ImageSíðan þegar sósan og pastað er tilbúið þá blandarðu því saman í pottinum í 1 mín. Þá er pastað tibúið sett á diska og dreift parmesan osti yfir:)

IMG_2252

IMG_2249

Það er ekki verra að bera það fram með hvítlauksbrauði og rauðvini.

Verði ykkur að góðu,

Ykkar, Anna Lind

Birt í Pastaréttir | Færðu inn athugasemd

Kanil og rúsínu beyglur

Á þessu heimili eru beyglurnar góðu bakaðar reglulega og stundum breyti ég aðeins til og geri kanil beyglur. Uppskriftin er í raun alveg eins nema hvað ég bæti bara nokkrum hráefnum við.

beyglur-8

Mamma keypti alltaf svona beyglur þegar ég var yngri, svo tók maður þær úr frystinum og ristaði og setti fullt af smjöri á… hrikalega gott. Mér finnst sjálfri lang best að borða þessar heimabökuðu eftir að búið er að frysta þær og rista eða hita upp í ofninum aftur, þær verða meira krispí en ég er náttúrulega stórskrítin hvað alskonar svona varðar 🙂

Uppskrift:
2 teskeiðar þurrger
1/2 dl. púðursykur
3 dl. af volgu vatni
4 tsk. kanil
500 grömm hveiti
1 ½ teskeið salt
Rúmlega 1 dl. rúsínur

Gerið, sykurinn og volga vatnið sett í skál og látið liggja í svona 5 mínútur.
Öllum þurrefnunum er svo bætt við og rúsínunum líka.
Ef þið viljið frekari lýsingar á beyglugerðinni þá er uppskriftin skref fyrir skref hér.
Eitt sem er samt líka öðruvísi er að ég set 2 msk. af púðursykri út í vatnið sem ég sýð beyglurnar uppúr.

beyglur-2

beyglur-4

beyglur-3

Svona líta þær út þegar ég er nýbúin að móta þær.

beyglur-5

og svona þegar þær hafa fengið að liggja á plötunni á meðan vatnið fékk að sjóða.

beyglur-6

beyglur-7

Þessar eru mjög góðar bara með smjöri og osti finnst mér.

beyglur-9

Ég prófaði líka um daginn að gera míní beyglur, þá skipti ég deiginu í tvöfalt fleiri kúlur svo hver beygla varð helmingi minni. Það var mjög krúttlegt og hentaði vel í saumaklúbb sem ég var með þar sem maður er kannski ekki alveg tilbúin til þess að fá sér heila beyglu.

Verði ykkur að góðu
Sara

Birt í Brauðmeti | Færðu inn athugasemd

Himneskir kanilsnúðar

Ég hef margoft bakað kanilsnúða en hef aldrei verið nógu sátt með þá. Stundum eru þeir of þurrir, harðir eða einfaldlega ekki nógu bragðgóðir. Í morgun prufaði ég norska uppskrift af „kanelsnurrer“ og jiminn þar fann ég hina fullkomnu snúða! Alveg eins og ég vil hafa þá! Ég ætla að deila þeirri uppskrift með ykkur í dag, þeir smellpassa í sunnudagskaffið.

Image

Deigið
350 millilítrar hveiti
1/2 pakki þurrger
25 millilítrar sykur
smá salt (þá meina ég smá salt)
125 millilítrar mjólk
50 grömm brætt smjör

Þurrefnum blandað saman. Volgri mjólk og bráðnuðu smjöri blandað saman og svo blandað við þurrefnin þar til deig sem klístrast saman í kúlu myndast. Röku viskustykki er svo breitt yfir skálina og látið standa í 30 mínútur.

Fyllingin
50 grömm smjör
25 millilítrar sykur
1/2 matskeið kanill
1/2 matskeið vanillusykur

Smjörinu, kanilnum og báðum tegundum af sykrinum blandað saman og þá er fyllingin klár. Þegar deigið hefur fengið að hefast í 30 mínútur er það flatt út, það þarf alls ekki mikið hveiti þó svo að deigið virðist klístrað – setjið lítið í einu svo að deigið verði ekki þurrt. Fyllingin er smurð á út í alla kanta og svo er deiginu rúllað upp og skorið í passlega breiða snúða. Snúðunum er svo raðað á bökunarpappír, penslaðir með eggi og perlusykri stráð yfir. Það er ekki nauðsynlegt að nota perlusykur en það setur sætann svip á snúðana. Viskustykki lagt yfir snúðana, og þeir látnir standa í 30 mínútur til viðbótar. Að lokum eru snúðarnir bakaðir við 225° heitan ofn í 9 mínútur. Hjá mér gerði þessi uppskrift 15 kanilsnúða.

Verði ykkur að góðu, Abbý

Birt í Á milli mála, Brauðmeti, Með kaffinu | Færðu inn athugasemd